

Svört varð snjókoma þegar við stigum út úr hvítkalkaðri stofnuninni.
Grindverkið ræðst á mig þegar ég reyni að telja strikin í götunni.
Útvarpstækið verður minn einka syndaaflausnari á meðan það útlistar afleiðingarnar af gróðurhúsaáhrifum.
Dómsdagur reis áður en ég vaknaði,
ég missti af honum út af því að vekjaraklukkan hringdi ekki.
Grindverkið ræðst á mig þegar ég reyni að telja strikin í götunni.
Útvarpstækið verður minn einka syndaaflausnari á meðan það útlistar afleiðingarnar af gróðurhúsaáhrifum.
Dómsdagur reis áður en ég vaknaði,
ég missti af honum út af því að vekjaraklukkan hringdi ekki.