Það verður svört snjókoma á dómsdags
Svört varð snjókoma þegar við stigum út úr hvítkalkaðri stofnuninni.
Grindverkið ræðst á mig þegar ég reyni að telja strikin í götunni.
Útvarpstækið verður minn einka syndaaflausnari á meðan það útlistar afleiðingarnar af gróðurhúsaáhrifum.
Dómsdagur reis áður en ég vaknaði,
ég missti af honum út af því að vekjaraklukkan hringdi ekki.  
Þórhildur Halla Jónsdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Þórhildi

Að vakna...
Þegar ljóðið var aflífað
Í kvöld
Sinubruni
Það verður svört snjókoma á dómsdags
Þegar risaeðlurnar snúa aftur
Vængbrotin ást
Yfirgefið jarðarber til huggunar
Misskilningur
Ekki brjóta hana
Um afstætt hugtak fegurðar
Með Maó formann inn á klósetti