Kveðjustund
Gengur um ganginn
grátbólgin mær
gömul og guggin
glensinu fjær

Óhljóðin heyrast
en enginn sér
langt, langt í burtu
við hliðina á þér

Færist nú frá mér,
fallegur sveinn
hvílir nú hjá mér
tandurhreinn  
Magnea Arnardóttir
1987 - ...


Ljóð eftir Magneu Arnardóttur

Kveðjustund
Lokaorð
Undursamlegur veruleiki
Heimurinn okkar, heimurinn minn
Tími
London
Veggurinn part. 18782
Fanginn