Heimurinn okkar, heimurinn minn
Það er ekki eins og heimurinn snúist við
Það er ekki eins og sólin hreinlega hætti að skína
Það er ekki eins og tunglið falli hratt í sæinn
Það er ekki eins og fuglarnir fljúgi aftur á bak
Það er ekki eins og tíminn sé stopp

Heimurinn er búinn að snúast við
Sólin er hætt að skína
Tunglið er fallið í sæinn
Fuglarnir fljúga aftur á bak
Tíminn er stopp

Heimurinn minn hefur snúist við,
hjartað mitt hefur splundrast...

... ég vildi að sólin myndi skína á ný  
Magnea Arnardóttir
1987 - ...


Ljóð eftir Magneu Arnardóttur

Kveðjustund
Lokaorð
Undursamlegur veruleiki
Heimurinn okkar, heimurinn minn
Tími
London
Veggurinn part. 18782
Fanginn