Lokaorð
Berst í briminu
björt og hrein.
Berst fyrir hinn
batnandi heim.

Fögur hún horfir
hafið á.
Hefur að baki
hrottafull ár.

Hljóðið hrynur
hrauninu af.
Blákalt brimið
bítur í það.

Bítur og bítur
bjarta mey.
Við dauðann þarf
að segja nei.  
Magnea Arnardóttir
1987 - ...


Ljóð eftir Magneu Arnardóttur

Kveðjustund
Lokaorð
Undursamlegur veruleiki
Heimurinn okkar, heimurinn minn
Tími
London
Veggurinn part. 18782
Fanginn