

Það er ekki eins og heimurinn snúist við
Það er ekki eins og sólin hreinlega hætti að skína
Það er ekki eins og tunglið falli hratt í sæinn
Það er ekki eins og fuglarnir fljúgi aftur á bak
Það er ekki eins og tíminn sé stopp
Heimurinn er búinn að snúast við
Sólin er hætt að skína
Tunglið er fallið í sæinn
Fuglarnir fljúga aftur á bak
Tíminn er stopp
Heimurinn minn hefur snúist við,
hjartað mitt hefur splundrast...
... ég vildi að sólin myndi skína á ný
Það er ekki eins og sólin hreinlega hætti að skína
Það er ekki eins og tunglið falli hratt í sæinn
Það er ekki eins og fuglarnir fljúgi aftur á bak
Það er ekki eins og tíminn sé stopp
Heimurinn er búinn að snúast við
Sólin er hætt að skína
Tunglið er fallið í sæinn
Fuglarnir fljúga aftur á bak
Tíminn er stopp
Heimurinn minn hefur snúist við,
hjartað mitt hefur splundrast...
... ég vildi að sólin myndi skína á ný