Hræðsla
Ég geng hægum skrefum.
Ég er hrædd.
Hjartað er kramið og sálin er döpur.

Ég er hrædd við lífið.
Hrædd við það sem gæti gerst.
Hrædd við það sem mætir mér.
Hrædd við að missa það góða.

En hvers vegna að hræðast?
Það er ekkert að hræðast.
En samt er ég hrædd.
Hrædd við að halda áfram.
Hrædd um að gera eitthvað rangt.
Hrædd við mig sjálfa.
Hrædd við það sem aðrir segja um mig.

Ég verð að hætta að hræðast.
Það er erfitt.
En eitthvað segir mér að það takist að lokum.
 
Karítas
1987 - ...


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning