Bankastræti
ég hef samúð með Hróa Hetti

sem stendur með þaninn bogann í Bankastrætinu
og heldur að hann sé baktryggður
af almúganum

Hrói hefur staðið þar alla tíð
síðan Skíriskógur var höggvinn

og hefur ekki enn fengið þau skilaboð

að fógetinn flutti alla bankana til útlanda
gengistryggði verðbæturnar
og fyllti fjárhirslurnar

af ávöxtum
smælingjanna

sem standa bljúgir við grátmúr Alþingishússins
og biðja um skuldbreytingarlán
eða marða banana
og epli

án aukakostnaðar
 
Hugskot
1958 - ...
júlí 2006

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús