Ský og tár
Með tárin í augunum,
geng ég eftir gangstéttinni.
Horfi á dropana sem falla á ógnarhraða allt í kring um mig.
Ég er ekki ein að gráta.
Nei, skýin og himininn gráta með mér.
Mér er kalt.
Ég skelf, hristist og tennurnar glamra.
Þunna peysan orðin rennandiblaut og hárið límist við andlitið.
Loks hætta tárin að renna og rigningin minnkar.
Ég geng hægum skrefum heim á leið.
Í leit að einhverjum sem þykir vænt um mig.
Í leit að ást og umhyggju.

 
Karítas
1987 - ...
Ágúst 2006


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning