Sumar ferðir
Eldslogar varna mér sýn
skríð sviðin
eftir leiðinni heim
alein í svöru myrkri
sem hylur eldinn sem brenndi mig
myrkrið skríður um mig alla
og ég fæ mig hvergi hreyft
það þéttist þar til það verður loks að
svörtum gimsteini
lokar sig að mér
svo ekkert kemst út
hreyfingar stirðna
og heimurinn lokast úti

Svona getur stundum gerst
á leiðinni heim í strætó
á sólbjörtum degi í strætó
Svo dinglar einhver í mann líf  
Erla Karlsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Erlu Karlsdóttur

gönguferðir af ýmsu tæi
Raunsæi
Ókunnasta nóttin.
Bragðleysi
Án titils
Sumar ferðir
Hjá Steðja
sjálfselska ástarinnar