Án titils
mánaskin á vegg
kaffið kólnað í bollunum
baksvipur þinn
ósagðar hugsanir
vanhugsuð orð
svo margt getur dáið
svo margt sem að deyr
vegna orða sem aldrei eru sögð  
Erla Karlsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Erlu Karlsdóttur

gönguferðir af ýmsu tæi
Raunsæi
Ókunnasta nóttin.
Bragðleysi
Án titils
Sumar ferðir
Hjá Steðja
sjálfselska ástarinnar