Ókunnasta nóttin.
Gagntekin þokumistri
sveif sálin
um flugvöll stórborgarinnar
nakin reyndi hún að ná í
tötra gamallar sálar
sem hún hafði týnt
inni í sér
Sál
um sál
frá sálnaflakki
hver um aðra
innan sömu sálna
allar hálf naktar
notandi hver aðra til
að hylja sig fyrir gegnumtrekk
í þokumistri heltekinnar hugsunar
á flugvelli
í ókunnri stórborg
þátíðarinnar  
Erla Karlsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Erlu Karlsdóttur

gönguferðir af ýmsu tæi
Raunsæi
Ókunnasta nóttin.
Bragðleysi
Án titils
Sumar ferðir
Hjá Steðja
sjálfselska ástarinnar