Frægð
Halló ertu að hlusta
ég er ekki frægur en ég nota tíma minn samt í
samræmi við fræga fólkið
ekki svo að tímar
okkar samræmist
heldur til þess að ég fái það loft sem ég þarf
ég er nefninlega smáborgari
og þegar að smáborgari er orðinn uppfullur
af heilnæmu súrefni og
kominn með háa einkunn á öndunargræjuprófum
þá verður sálin í honum tóm
og augun syndandi líkt og
fjöldinn allur af blaðsíðum
stórskáldanna.
Já smáborgarinn
hann tekur mengaða loftið
og magnar það upp, gerir sér úr því mat
síðan innbyrðir hann það sem er næringarríkast
en skilur hitt eftir handa fræga fólkinu þangað
til það hættir að vera frægt og hættir að anda
en ég anda
ég anda
með Bjögga og Didda
Sibbu og Lóló
Simma og Gústa
pústa
og hlusta á Kidda
síðan hnykkla ég öndunarfærin
og skrifa um sólina
börnin og blómin
kjólana lömbin
og jólin
fer út í búð og kaupi mjólk
og kók
sígarettur
og svitaeyði
og greiði mér í takt
við nútímalegan
jass.
ég er ekki frægur en ég nota tíma minn samt í
samræmi við fræga fólkið
ekki svo að tímar
okkar samræmist
heldur til þess að ég fái það loft sem ég þarf
ég er nefninlega smáborgari
og þegar að smáborgari er orðinn uppfullur
af heilnæmu súrefni og
kominn með háa einkunn á öndunargræjuprófum
þá verður sálin í honum tóm
og augun syndandi líkt og
fjöldinn allur af blaðsíðum
stórskáldanna.
Já smáborgarinn
hann tekur mengaða loftið
og magnar það upp, gerir sér úr því mat
síðan innbyrðir hann það sem er næringarríkast
en skilur hitt eftir handa fræga fólkinu þangað
til það hættir að vera frægt og hættir að anda
en ég anda
ég anda
með Bjögga og Didda
Sibbu og Lóló
Simma og Gústa
pústa
og hlusta á Kidda
síðan hnykkla ég öndunarfærin
og skrifa um sólina
börnin og blómin
kjólana lömbin
og jólin
fer út í búð og kaupi mjólk
og kók
sígarettur
og svitaeyði
og greiði mér í takt
við nútímalegan
jass.