Sú tilfinning að frelsast
Ég hef aldrei þekkt slíkan mann áður.
Ég hélt alltaf að þeir væru menn
og að menn væru í hinu liðinu
á móti mér.
Ekki þó svo að skilja að mér þætti brotið á mér með einhverju móti.
Nei það vantar í mig allt keppnisskap.
Hins vegar var ég frelsaður inní hitt liðið líkt og maður sem tekinn er til skírnar í sértrúarsöfnuði ellegar ástfanginn Presley sem giftir sig í Vegas fyrir 18dollara.

Við vorum að ræða pólitík og mér tókst að sjá barnið í honum, síðan ræddum við um konur og hlógum báðir líkt og þroskaheftir gera þegar þeir verða glaðir yfir litlu. Þar næst tókum við tal saman um trúarbrögð og aðhylltumst báðir Búdda þó svo að við værum ekki alveg með neitt á hreinu en það sem við höfðum heyrt og séð í bíó svínvirkaði þannig að samtalið var bæði gefandi og fjölmenningarlegt.

Frelsunin.

Frelsunin átti sér stað þegar ég viðurkenndi fyrir honum að ég hefði oft lent í því að pissa á buxurnar mínar inná klósettum kaffihúsa.

Hann horfði spyrjandi í augu min, líkt og hann væri að sannreyna trúverðugleika tryggingarsala, síðan glaðnaði yfir honum og hann tók, léttur í spuna undir.

Já það er alveg óþolandi maður gengur inn i einhvern sal með vonarglampa í augum og lifsneistann brennandi í brjóstinu. Áður en maður veit af læðist maður hins vegar meðfram veggjum angandi af sígarettum bjor og þvagi.
Pissudropar á buxum, ljósum sumarbuxum, slökkva á hjartanu í þér og myrkva sálina og þú horfir á heiminn líkt og gyðingur yfir fjöldagröf.

Klaufaskapur er eitthvað sem veldur kátínu.
Pissudropar á buxum fullorðins manns bera þess glöggt vitni að maðurinn sér úrhrak.

Og viti menn ég er kominn í hitt liðið
eða heita liðið, þar sem allir pissa á buxurnar sínar og setjast þegjandi í sætin sín og leyfa veröldinni að halda áfram að snuast.

 
Viddilitli
1977 - ...


Ljóð eftir Viddilitli

Frægð
Einhvern veginn
Bréf til mömmu(ennþá ópóstsett)
Óraunverulegar konur
Danskur húsgangur
Beiðni
hvíldardagurinn
Kaldhæðni
Í gamla daga
Mæður
nokkur vísubrot
Hláturinn
Gleymska
Can you listen
Köld hönd
Popparinn
Einelti
Flóttamaður( the frontiers are prison)
Atvik!
Byssó
vitneskja
in fact
hausinn hristist þó hann sé kjur
og sýningin heldur áfram
Hlutverk
Blús í H(helvíti)
ég gefst upp
Leikræn tjáning skíthælsins
Stærðarhluttföll afstæðinga
Neonbleik minning
Helgarpabbablús
Það að vakna hlýtur að skipta máli er það ekki
ambíent og tímaritaklippa
Teknóboltinn
hmmm!
Satan
Herðapúðar hótelsstarfsmanns.
Afhverju afi?
Hans hinsta kveðja
Syndsamlegt líferni mitt nær hámarki
Við viljum
Welskt þjóðlag
Í lífsins ólgusjó
Ritskoðun
Lítið ljóð um Terry enskukennara í MH
Misstígur
Bisnessvísa
Varanleikinn er hálka
Dauðinn
Köllun
Ástin mín
Sund
Jón eða séra jón
Stríð
Tíminn
Ljóð
Órökrétt samhengi
Hugleiðing um ástand
Salarstemming.
Takkið
Saga sveitamanns
Af vinum skulum þér þekkjann
Á barmi annars hugar
Hugmyndir
Ég sakna líka.
Reglur um ljóð
Ljóðganga
Guðfræði á byrjunarstigi
Ísland er líka á alnetinu
Sú tilfinning að frelsast
Innöndun
Að bæta við ljóð
Heimilislegheit
Stafsetningaræfing
Ótitlaður tittlingaskítur
Íslenskt landslag
o
útsett innáhöld
Hlustað á raddir hjartans
um mann
Íslenskt baktjaldamakk
Kostir og ókostir
Á eða ekki
Enn ein hugmyndin
Zetan varð mjög snarlega útundan.
Maður í lífinu
Æfing í alvöru
Blablabla
Koníak
Skrambinn
Lipri Ísfirdingurinn
Dauði
Afturgangan
Rapplag ,Sezar A
Friður
Hringrás
Verkur
Líf höfundar
Endurminningar
Maður dettur í poll
Búmm!