

Í Listaháskólanum
er logagyllt sturtubað.
Og fólkið loggar sig inn
og fylgist með fréttunum
til þess að dæma um það.
Það er haust í lofti
og himinninn loðinn og grár.
Þetta er lagleg stúlka
með stert í hnakka
og stensluð skapahár.
Og maður með silfur í vöngum
segir við mig:
"Skyldi stúlkan nokkuð hafa faglegar og listrænar forsendur
til að láta míga á sig?"
er logagyllt sturtubað.
Og fólkið loggar sig inn
og fylgist með fréttunum
til þess að dæma um það.
Það er haust í lofti
og himinninn loðinn og grár.
Þetta er lagleg stúlka
með stert í hnakka
og stensluð skapahár.
Og maður með silfur í vöngum
segir við mig:
"Skyldi stúlkan nokkuð hafa faglegar og listrænar forsendur
til að láta míga á sig?"