ökuljóð (I)
I

enn að auka hraðann þetta kvöld
bjarmi appelsínuleitra ljósa rétt að baki
- alltaf jafn fjarlæg hugsunin
um einbreiða brúna á blindhæðinni -

tíminn hunang
er mórauð skella
birtist í öndverðum enda
lágrar keilunnar

heyri varla öskrið við eyra mér
meðan barðarnir svörtu bráðna
ofan í bikið
(-hvað í veginum alltaf eitthvað í veginum allt-)
dynkirnir undir mér staðfesta
síðustu brúarferð skepnunnar

- - -

kjökrið við hlið mér
ámátlegt vælið í gilinu
mun þagna um síðir
- haustlyktin hverfa með hnúkaþeynum -

en rákirnar svörtu við brúna
verða þar enn í dögun
 
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan