Pissusálmur nr. 51
Í Listaháskólanum
er logagyllt sturtubað.
Og fólkið loggar sig inn
og fylgist með fréttunum
til þess að dæma um það.

Það er haust í lofti
og himinninn loðinn og grár.

Þetta er lagleg stúlka
með stert í hnakka
og stensluð skapahár.

Og maður með silfur í vöngum
segir við mig:

"Skyldi stúlkan nokkuð hafa faglegar og listrænar forsendur
til að láta míga á sig?"  
Hjörvar Pétursson
1972 - ...


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan