þar sem þið standið
Sælar ungu stúlkur!

sumarkvöldið er svalt

gætið þess
að ekki slái að ykkur

hljóðbært í logninu
háreystin úr laugunum
rýfur hægláta kyrrðina

þar sem þið standið

starið flissandi
í kalda linsuna-

Kyrrar nú stúlkur!

þið eruð
mörgum árum eldri
en þið eruð

þar sem þið standið

keikar
en þó
svo undirleitar

og allt sem hefur breyst...

nóg um það

Svona stúlkur mínar

farið og dansið
í döggvotu grasinu
dálitla stund  
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist í safnbókinni LjósMál (1997) með ljósmynd eftir Pál Stefánsson.


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan