djöfullinn er upprunninn að neðan
ég trúi ekki á guð
ég ætla bara að skrifa um það seinna
sko um guð

En ég trúi á hann!

nei ég trúi ekki á guð
og sé eiginlega eftir
að hafa fermt mig

Ég trúi á Travolta!

ég veit þó að ég trúi ekki
á boðskap vísindakirkjunnar
það er bara tómt rugl

hversu heil er trú þín
eða trúleysi?

ég trúi ekki á guð
en ég trúi að bænir
virki

ég veit ekki
hvort ég trúi á guð
en ég bið bænir
„just in case“

Ég trúi á stuð!

ég trúi ekki á
skiluru
kallinn með síða hvíta skeggið
sem stendur í gullhöllinni sinni
uppí skýjunum

en ég trúi á að það sé
eitthvað
sem verndar okkur
og

trúið þið
á drauga?

en já ég trúi á drauga
og hef séð
nokkrum sinnum

ekki oft samt

ég trúi ekki beint
á drauga

en ég trúi alveg
að það geti verið sálir
eða „andar“

þú þarft ekkert endilega
háhraða internet
til að ná í þá

Ég trúi á sjálfan mig!

ég trúi ekki á eitthvert
æðra máttarvald

ég trúi bara því
sem hægt er að
sanna

ef einhver getur
sannað
að guð sé til  
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist áður á Tíuþúsund tregawöttum 16. apríl 2008. Ljóðið er unnið úr fundnum textum (sem og "Gunnar er enn heill heilsu").


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan