ökuljóð (III)
III

deginum langa lokið

ekki lengur aginn
heldur einskær vani hins úrvinda
sem heldur augunum opnum

einn þessa nótt

bregður ögn er straumur punktanna gulu
utan úr myrkrinu rofnar
og hraðar en augað fær numið

ekkert
-ekkert
 
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan