Ófædd andvana
Það er satt að allir menn sem þú áttir
voru eittsinn höfuðlausnin þín
og þú kunnir að kankast á við þá
og kreista úr þeim næringu
líktog væru þeir lofnarblóm
á líknarbelg allra þeirra barna
sem ófædd önduðust
undrandi spyrjandi deyjandi
í blóði þeirrar bleyðu sem grátandi
blátt áfram bugaðist
ólánsöm og einmana
með alla þá sem hún elskaði
einhversstaðar í hítinni
útjaskaða ónýta
undrandi spyrjandi
-því tókstu mig með töngum
tafsandi sonartorrekið
er ég átti eftir að elska þig
af allri orku minni
nú ligg ég hér í leynidys
lágt er á mér eigið ris
þú kastaðir á mig kveðju
er komin var heilög nótt
og allir menn sem þú elskaðir
undrandi til himnanna
litu í leit að festu
hjá lofnarblómakrönsunum
sem skreyttu skýin
skjálfandi
höfuðlausum her.
voru eittsinn höfuðlausnin þín
og þú kunnir að kankast á við þá
og kreista úr þeim næringu
líktog væru þeir lofnarblóm
á líknarbelg allra þeirra barna
sem ófædd önduðust
undrandi spyrjandi deyjandi
í blóði þeirrar bleyðu sem grátandi
blátt áfram bugaðist
ólánsöm og einmana
með alla þá sem hún elskaði
einhversstaðar í hítinni
útjaskaða ónýta
undrandi spyrjandi
-því tókstu mig með töngum
tafsandi sonartorrekið
er ég átti eftir að elska þig
af allri orku minni
nú ligg ég hér í leynidys
lágt er á mér eigið ris
þú kastaðir á mig kveðju
er komin var heilög nótt
og allir menn sem þú elskaðir
undrandi til himnanna
litu í leit að festu
hjá lofnarblómakrönsunum
sem skreyttu skýin
skjálfandi
höfuðlausum her.