

Ég kalla á eftir öskrinu
sem stoppar og horfir á mig
eins og ég hafi gert
eitthvað mjög slæmt.
Ég lít til baka og sé þögnina
stara á mig með tómum augum
eins og hún sé að reyna
að segja mér eitthvað.
Ég tek tilhlaup og hleyp
í gegnum sorgina
sem heltók mig
og hélt mér föngnum í myrkri hugans
þar sem allt sem ég sá
var sorglega sagan um mig.
sem stoppar og horfir á mig
eins og ég hafi gert
eitthvað mjög slæmt.
Ég lít til baka og sé þögnina
stara á mig með tómum augum
eins og hún sé að reyna
að segja mér eitthvað.
Ég tek tilhlaup og hleyp
í gegnum sorgina
sem heltók mig
og hélt mér föngnum í myrkri hugans
þar sem allt sem ég sá
var sorglega sagan um mig.