

þær fljóta víst sofandi
að feigðarósi jólanna
húsmæðurnar
sem gefa ‘graut’ í konfektgerð og jólabakstur
(nota orðið graut
af því það orð er svo húsmæðralegt
og svo er ruddalegt að tala um skít svona rétt fyrir jólin)
þær fljóta þangað í rólegheitunum við kertaljós
með búðarkökur í skál og nóakonfektmola
bráðnandi á tungunni
bók í hönd
og bráðum koma jólin
(ó jú - víst - koma jólin)
að feigðarósi jólanna
húsmæðurnar
sem gefa ‘graut’ í konfektgerð og jólabakstur
(nota orðið graut
af því það orð er svo húsmæðralegt
og svo er ruddalegt að tala um skít svona rétt fyrir jólin)
þær fljóta þangað í rólegheitunum við kertaljós
með búðarkökur í skál og nóakonfektmola
bráðnandi á tungunni
bók í hönd
og bráðum koma jólin
(ó jú - víst - koma jólin)
22. desember 2006
allur réttur áskilinn höfund
allur réttur áskilinn höfund