syndajátning
ég syndgaði í herrans heilaga húsi
lokaði augunum líkt og frelsuð
en hugsaði aðeins um
að sökkva mér í mjúkan móðurarfinn
holdsins freisting sigrar frelsarann
í sjúku mani syndara
og ég skipa mér stolt í þann hóp
er ber fyrir sig erlendan kynstofn
og les forgangröðunina
öfugt.

Þrátt fyrir barnalegar bænir
um fyrirgefningu sakleysis
og forvarnir frá freistingum
hefur faðirinn ekki skilað sínu
afskiptalaus og andstuttur
lítur hann niður á mig og telur mig
óskilgetna.

ég er eingetin eva
sem engan vill adam sjá
því faðirinn setti mér freistingu
eldrautt epli. og ég beit
af fúsum vilja. eftirsjáin er engin
því syndasvínin komast ekki nálægt mér
móðurarfur í helgu húsi
og faðirinn er flón
vill sínar konur fjarri hinum. huldar hempum
og þær bíða

grasekkjur frá giftingu
sem líta hýru auga til frelsisins
ég át eplið frá þeim
gráðug og glorsoltin
sleiki ég loks útum með bros á vör
og syndga enn á ný  
Snærós
1991 - ...


Ljóð eftir Snærós

Feimin ást
Salti nuddað í sárin (grenjandi)
Hvísl
Frost
Paradís
Feita línudansmærin
Nótt í sveit
Utopia
Einmana (einhuga)
Þrá
(nafnlaust)
söknuður
Blekking
Þungun
einleikur
fæðing
ást?
undirgefni elskhuginn
ofnæmi
regn
huggun
hrokafullar játningar
síld
syndajátning
þankahríð
jórtur
öfund konu-ngs
fósturlát I
fósturlát II
samkennd
falskar vonir
viðhaldslaus
hlustir
krakalákíríkú
Eyrarún
siðleysi
þrútnandi