Blómin á botninum
Ég sá út um gluggann þó glerið væri rispað
glötuðu stundirnar er átti ég mér
í skrúðgöngu skunduðu út í ómælishafið
og skáru í augun og glottu á meðan
og blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.
Ég fann hvernig fólin þrömmuðu áfram
og framhjá þær gengu allar sem ein
í lotningu þær lutu með bundið fyrir augun
og litu´ ekki á mig þaðan né héðan
en blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.
Ég veit ekki hvort þær vildu mig svíkja
því varla´ er ég þessi né hinn sem ég var
ég eittsinn var ungur og allur til reiðu
og ekki er víst að þær hafi séð´ann
því blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.
glötuðu stundirnar er átti ég mér
í skrúðgöngu skunduðu út í ómælishafið
og skáru í augun og glottu á meðan
og blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.
Ég fann hvernig fólin þrömmuðu áfram
og framhjá þær gengu allar sem ein
í lotningu þær lutu með bundið fyrir augun
og litu´ ekki á mig þaðan né héðan
en blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.
Ég veit ekki hvort þær vildu mig svíkja
því varla´ er ég þessi né hinn sem ég var
ég eittsinn var ungur og allur til reiðu
og ekki er víst að þær hafi séð´ann
því blómin á botninum voru ekki mín
né beðið þar fyrir neðan.