Kvæði um Guð og menn
Förum aftur fáein ár
já, fimm til tíu upp á hár
er himininn var grár og að velli hniginn
ég sé það núna enn á ný
að ekkert hylur gullið ský
og hvar er hann nú himnastiginn.
Ég sökk í gljúpan gróandann
og greip í mjúka talandann
og þannig skal ég lofa þig meðan lifi
en alltaf skulu óttast þeir
sem aldrei geta gefið meir
en hlæja hátt þó klukkan sífellt tifi.
Þú munt lengja lífdaga
og láta verða margsaga
alla þá er áttu rétt á hljóði
því skýin skulu vernda mig
ég skelfist ekkert, ég á þig
og saga mín er sögð í þessu ljóði.
Lát mig gista´ að Götu í nótt
og gráta þartil allt er hljótt
því lygarans munni mun brátt verða lokað
strætið verður svæfill minn
stundum get ég verið hinn
eða þeir sem eittsinn var yfir mokað.
En Guð minn nú get ég ei
greint í sundur já og nei
en allavega ert þú það sem ég þrái
ég er maður til mikils vís
ég missi ekki af Paradís
því þú svarar öllum mínum spurnum með jái.
Mig dreymdi draum í nótt sem leið
um drauga sem ég átti´ um skeið
ég lokaði öllum dyrum og dró fyrir gluggann
ég leit í gegnum lófa minn
og lagðist bakvið steininn þinn
þrjár konur þögðu allar uppvið skuggann.
Þær sáu ekki er ég smaug út
þær smyrja vildu mig með klút
en ég var frír og á burtu floginn
nú loksins alltaf lifir hann
og lýsir fyrir konu og mann
því tendraður er hann lífsins loginn.
Ætli ég vakni enn á ný
ef aftur verður sólin hlý
eða erum við enn fyrir átta árum?
Ég hegg nú loksins á minn hnút
héðan liggur leiðin út
er harmur minn hulinn gleðitárum?
Nú hallar helgum degi skjótt
ég held að mér sé orðið rótt
ég veit það ert þú sem eftir mér sendir
nú legg ég aftur augun þreytt
því ekkert hér mig getur meitt
og bráðum kemur byrjun þó hér sé endir.
já, fimm til tíu upp á hár
er himininn var grár og að velli hniginn
ég sé það núna enn á ný
að ekkert hylur gullið ský
og hvar er hann nú himnastiginn.
Ég sökk í gljúpan gróandann
og greip í mjúka talandann
og þannig skal ég lofa þig meðan lifi
en alltaf skulu óttast þeir
sem aldrei geta gefið meir
en hlæja hátt þó klukkan sífellt tifi.
Þú munt lengja lífdaga
og láta verða margsaga
alla þá er áttu rétt á hljóði
því skýin skulu vernda mig
ég skelfist ekkert, ég á þig
og saga mín er sögð í þessu ljóði.
Lát mig gista´ að Götu í nótt
og gráta þartil allt er hljótt
því lygarans munni mun brátt verða lokað
strætið verður svæfill minn
stundum get ég verið hinn
eða þeir sem eittsinn var yfir mokað.
En Guð minn nú get ég ei
greint í sundur já og nei
en allavega ert þú það sem ég þrái
ég er maður til mikils vís
ég missi ekki af Paradís
því þú svarar öllum mínum spurnum með jái.
Mig dreymdi draum í nótt sem leið
um drauga sem ég átti´ um skeið
ég lokaði öllum dyrum og dró fyrir gluggann
ég leit í gegnum lófa minn
og lagðist bakvið steininn þinn
þrjár konur þögðu allar uppvið skuggann.
Þær sáu ekki er ég smaug út
þær smyrja vildu mig með klút
en ég var frír og á burtu floginn
nú loksins alltaf lifir hann
og lýsir fyrir konu og mann
því tendraður er hann lífsins loginn.
Ætli ég vakni enn á ný
ef aftur verður sólin hlý
eða erum við enn fyrir átta árum?
Ég hegg nú loksins á minn hnút
héðan liggur leiðin út
er harmur minn hulinn gleðitárum?
Nú hallar helgum degi skjótt
ég held að mér sé orðið rótt
ég veit það ert þú sem eftir mér sendir
nú legg ég aftur augun þreytt
því ekkert hér mig getur meitt
og bráðum kemur byrjun þó hér sé endir.