Fortíð, nútíð og framtíð
Fortíðin er farin mér frá
Hún var svört, hvít og grá
Leiðin var erfið og ströng
En sem betur fer ekki löng
Hún verður alltaf hjá mér
Þótt að hún sé samt ekki hér

Nútíðin er núna að vinna
Reyna mér vel að sinna
Á morgun gerist hvað
Ekki veit ég það
Hún er hérna hjá mér
Og aldrei hún fer

Framtíðin kemur brátt
Mun hún leika mig grátt
Verður eintóm hamingja
Eða verð ég að aumingja
Framtíðin bráðum verður hjá mér
Ég veit ei hvað hún býr í skauti sér

Framtíðinni á ég eftir að kynnast
Nútíðin er að gerast
Fortíðarinnar á ég eftir að minnast
Einn daginn munu þær allar gleymast
 
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín