...
Ég stend í sturtunni.
Er búin að standa þar lengi.
Vatnið fellur sjóðandi heitt á líkama minn.
Svo heitt að ég finn til.
Mér finnst ég enn svo skítug.
Verð ekki hrein.
Sama hversu lengi vatnið fellur.
Ég get ekki þvegið það af.
Það er víst ekki hægt að þvo matinn af líkamanum.
Ekki get ég þvegið í burtu mistök eða erfiðleika.
Hræðslu eða vanmátt.

Ég stend varla.
Stend á völtum fótum vegna hita og vanmáttar.
Vildi að ég væri sátt.
Sátt við lífið.
Sátt við mig sjálfa.  
Karítas
1987 - ...
18. júlí 2006


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning