Vitnisburður minn um tilvist þína
Vitnisburð minn um tilvist þína
skil ég eftir hér heima.

Heima, sem hvorki er hlýlegt
né öruggt skjól.

Og ég held af stað
út í skipulagt frelsið.
---
Ég hrekk upp með andfælum
þegar frelsið dregur mig niður í myrkrið.

Er ég opna augun
sé ég ekkert
nema vitnisburð minn um þína tilvist.

Hafði hann þá villst að heiman
og týnst í myrkrinu.  
Pála D. Guðnadóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Pálu D. Guðnadóttur

Vitnisburður minn um tilvist þína
Haustvísur
Svartur Köttur
Eirðarlestur
Týpa
Lífsbaráttusinni
Prófkvíðakvæði
Bréf til einskis