

Vitnisburð minn um tilvist þína
skil ég eftir hér heima.
Heima, sem hvorki er hlýlegt
né öruggt skjól.
Og ég held af stað
út í skipulagt frelsið.
---
Ég hrekk upp með andfælum
þegar frelsið dregur mig niður í myrkrið.
Er ég opna augun
sé ég ekkert
nema vitnisburð minn um þína tilvist.
Hafði hann þá villst að heiman
og týnst í myrkrinu.
skil ég eftir hér heima.
Heima, sem hvorki er hlýlegt
né öruggt skjól.
Og ég held af stað
út í skipulagt frelsið.
---
Ég hrekk upp með andfælum
þegar frelsið dregur mig niður í myrkrið.
Er ég opna augun
sé ég ekkert
nema vitnisburð minn um þína tilvist.
Hafði hann þá villst að heiman
og týnst í myrkrinu.