Sexær drápa fyrir Sölva Björn Sigurðarson -ort undir finnskum tregahætti
1
Dunar dansinn
dagur er rís
gott er greppi’ að
gjalda degi
náðarhögg
með næturgagni.
Lifir nóttin?
Nóttin lifir.
2
Stoltur ljóði
strýkur kviðinn
Óðins gróður
æptur sunginn
anginn fældur
fleygur banginn.
Kyrja kverið,
kaldar varir.
3
Bjórum af bognar
borðið undan
sleppa lausum
skáldataumum.
Trítla neistar
tarfur miðar
sekkur svarta
sigur vís.
4
Nýir morgnar
næturgaman
tæmt úr glasi
trega blandað
þambað súrt
þegið klúrt.
Eilífð drykkur?
Eilífð drykkur.
5
Grætur greppur
gnístir ristum
tanna á millum
taktinn leistur
berg í leynum
barið grjótið
fleytir kerlum
finnur ströndu.
6
Leigjum vagninn
leið til bæja
tjaldborg reisum
tryggum höndum
læðumst inn og
leggjumst fyrir.
Sofa greppur?
Sofa greppur.
Dunar dansinn
dagur er rís
gott er greppi’ að
gjalda degi
náðarhögg
með næturgagni.
Lifir nóttin?
Nóttin lifir.
2
Stoltur ljóði
strýkur kviðinn
Óðins gróður
æptur sunginn
anginn fældur
fleygur banginn.
Kyrja kverið,
kaldar varir.
3
Bjórum af bognar
borðið undan
sleppa lausum
skáldataumum.
Trítla neistar
tarfur miðar
sekkur svarta
sigur vís.
4
Nýir morgnar
næturgaman
tæmt úr glasi
trega blandað
þambað súrt
þegið klúrt.
Eilífð drykkur?
Eilífð drykkur.
5
Grætur greppur
gnístir ristum
tanna á millum
taktinn leistur
berg í leynum
barið grjótið
fleytir kerlum
finnur ströndu.
6
Leigjum vagninn
leið til bæja
tjaldborg reisum
tryggum höndum
læðumst inn og
leggjumst fyrir.
Sofa greppur?
Sofa greppur.
Áður birt á Nýhil (www.hi.is/~haukurhe)