Nafnlaust


I

Blóð sem vellur
bullsýður að flæða

upp samansaumuð sköp
yfir flaðrandi blaut geirvartnablóm

Hann:
Klámkjaftur úr Dickens
á kenndiríi

Hún:
Reykvískur sleikipinni
vor
og vöxturinn eftir því


II

Þagnar í orðahríðinni
þekktur málshákur

dregur gluggatjöldin fyrir
girðir niður buxurnar
og talar við sjálfan sig


III

Að fara upp sköp einnar konu
er eins og að koma út úr annarri
að finna nýjan nafla til að hringla í
klóra sér far, gera sér hreiður í sárinu

Eitt brjóst tvö brjóst
nafli og sköp

Þetta líffæri er eins og Cadillac
Þetta líffæri er eins og útihátíð

Ný hálstök nýir snípaleikir
vasabilljard með tröllabelli
og kuntan nær honum upp í haus.


IV

Með titrara í rassinum
til að líða betur

Klappar blómunum á bakið
sofnar frjóofnæminu
sofnar sjálfur
sofnar.


V

Blóð sem vellur
upp samansaumuð sköp
bullsýður að flæða
upp samansaumuð sköp
blóð sem flæðir
upp samansaumuð sköp
tröllaballar blóð
upp samansaumuð sköp.  
Eiríkur Örn Norðdahl
1978 - ...
Ég held þetta sé eina alvöru ástarljóðið sem ég hef skrifað. kolbrunarskald@hotmail.com


Ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl

Öll konan
Esjan (með allt á hornum sér)
Bróðir minn (e)
Job af skáldi
Sexær drápa fyrir Sölva Björn Sigurðarson -ort undir finnskum tregahætti
Nafnlaust
Í leikhúsi (drög að frumvarpi)
Tígrar eru töff
Glápt
Ástir og ananas
Að frelsa heiminn
Ekki þessi orð
Hver má muna sitt fífl fegurra?
...og orðið var Clint
Heimsendapestin
[Nafnlaust] nr. 2
Varir skáldsins
Það er skuggsælt bakvið skítinn
Gull
Maður ríður vini sínum