Gull

Æ ólund og angist og öfund og
annað.

Allt hvað af tekur!
allt hvað af tekur!

Hvar eru þau gullin mín kvenna
gullin mín gullið mitt
-mitt guðið mitt gauðið mitt?

Ó minn æri, upp læri læri
ljóðin mín, meðan þjóðin
mín, afskipta þjóðin mín
bandar út höndunum
bullið mitt bullið mitt hvar geymist bullið
mitt betur en hér kæra kvendi
kona og þjóð.

Og svo hærra
yfir fjöllunum
fjarskana dölunum
djúpunum,
hærra!
hrópið hærra!

Burgeis og þó og þý og
þú á spena
gullsins míns bullsins míns!

Bandarandabýbýbý -jájá elsku gullið mitt gullið mitt
ég skal geyma guðið þitt
ef þú vilt reisa krossinn minn
hnýta allan lárvið og párvið
um skápinn í skáldinu
með gullið í bullinu.
 
Eiríkur Örn Norðdahl
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Heimsendapestir (Nýhil, 2002). kolbrunarskald@hotmail.com


Ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl

Öll konan
Esjan (með allt á hornum sér)
Bróðir minn (e)
Job af skáldi
Sexær drápa fyrir Sölva Björn Sigurðarson -ort undir finnskum tregahætti
Nafnlaust
Í leikhúsi (drög að frumvarpi)
Tígrar eru töff
Glápt
Ástir og ananas
Að frelsa heiminn
Ekki þessi orð
Hver má muna sitt fífl fegurra?
...og orðið var Clint
Heimsendapestin
[Nafnlaust] nr. 2
Varir skáldsins
Það er skuggsælt bakvið skítinn
Gull
Maður ríður vini sínum