Snjókoma
Við gengum saman
í snjónum
litlar flögrandi fjaðrir
allt um kring.
Kuldabitin hendi mín
teygði sig í þína
og við héldumst
í hendur.

Við vitum það bæði
að lífið skilur eftir sig spor.
Lítil sem stór fótspor
í hjörtum okkar.

Því allt gott endar
en við teygjum sjálf
á sannleikanum
svo við þurfum ekki
að sleppa því góða
eins og margoft áður.

Eins og þegar ástin kviknaði,
ylurinn í hjarta mínu
sem áður var svo kalt og glatað.
 
Kristjana
1990 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Innileg ást
Helblár himinn
Snjókoma
Breim
Hugarórar
Girnd
ég er ekki ein
Svona er lífið.
fastur.
endastöð
.
þess virði
Viðbúið
Léttúðleg sjálfsmorðssaga