

Við gengum saman
í snjónum
litlar flögrandi fjaðrir
allt um kring.
Kuldabitin hendi mín
teygði sig í þína
og við héldumst
í hendur.
Við vitum það bæði
að lífið skilur eftir sig spor.
Lítil sem stór fótspor
í hjörtum okkar.
Því allt gott endar
en við teygjum sjálf
á sannleikanum
svo við þurfum ekki
að sleppa því góða
eins og margoft áður.
Eins og þegar ástin kviknaði,
ylurinn í hjarta mínu
sem áður var svo kalt og glatað.
í snjónum
litlar flögrandi fjaðrir
allt um kring.
Kuldabitin hendi mín
teygði sig í þína
og við héldumst
í hendur.
Við vitum það bæði
að lífið skilur eftir sig spor.
Lítil sem stór fótspor
í hjörtum okkar.
Því allt gott endar
en við teygjum sjálf
á sannleikanum
svo við þurfum ekki
að sleppa því góða
eins og margoft áður.
Eins og þegar ástin kviknaði,
ylurinn í hjarta mínu
sem áður var svo kalt og glatað.