Hugarórar
Ástríðufullur koss
sem ekkert er á bakvið.
Ákveðnar snertingar
sem hita ekki neitt.
Heitir lófar
sem kólna fljótt.

Yfirþyrmandi játningar
sem óma í eyrum mínum.
Kynþokkafullar stunur
sem segja ekkert.
Sveittir líkamar
án bleytu.

Hugarórar
sem smita út frá sér.
Snertingar
sem fylla mann vellíðan.
Þú ert pervert
sem er í lagi.  
Kristjana
1990 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Innileg ást
Helblár himinn
Snjókoma
Breim
Hugarórar
Girnd
ég er ekki ein
Svona er lífið.
fastur.
endastöð
.
þess virði
Viðbúið
Léttúðleg sjálfsmorðssaga