Dýrið
Er kvölda tekur
og nóttin skellur á,
finn ég til frelsis.

Er kvölda tekur
þegar heimurinn sefur,
skipti ég um ham.

Ég umbreytist í skepnu,
einhverskonar dýr.
Dýrslegar hugsanir mínar
brjóta sér leið út.

Það sem sorglegast er,
þó að sannleikur sé,
þá er þetta hugarburður einn.

Því hvað sem ég er,
þá ég aldrei verð,
annað en bara aumingja ég.  
Clargína
1982 - ...
Löngunin til að vera annað en maður sjálfur er e-ð sem allir upplifa e-rn tímann, þó aumkunarvert sé.


Ljóð eftir Clöru Regínu

Til bjargvætta minna Föstudaginn langa (sl.)
To my friends
Hundrað kíló af sársauka
My lonely soul
Bíbí pípir úti (lag: \"Krummi krúnkar úti\")
Til bestu vinkonu minnar
Ástar-SMS til elskunnar minnar
Vögguvísa Clöru (frumsamið lag og ljóð)
Tíðarkrampar
Í sárum
Kók
Til afa míns
Dýrið
Til barnsins sem aldrei fæddist
Heatwave
Pæling
What kind.....?
Til hinna óræðu
Ástarþrá I
Ástarþrá II
Soon
Innhverf íhugun
Tapað - Fundið:
Áletrun legsteins míns
Til Önnu!
Vetur