fastur.
Hann stóð þar, hann stóð einn. Sá eini sem hélt ró sinni yfir því sem vofaði yfir. Hann hélt um höndina á litlu stúlkunni sem grét við hávaðann sem myndaðist. Eins og skipstjóri sem sekkur með skipi sínu, með virðingu. Hann stóð þarna á miðjum vígvellinum, staðfastur á að komast frá þessu helvíti sem fyrst.
Fingur stúlkunnar þrýstu fast saman, svo þeir náðu að halda utanum 3 fingur mannsins. Svo litlir lófar á móti svo stórum. Umhyggja, honum var annt um stúlkuna, ég veit ekki af hverju, en honum þótti afar vænt um hana. Hann stóð þarna, frosinn, hann hélt þó stilli sinni. Hann gat ekkert annað.
Hún titraði af skelfingu, en hún treysti. Hún hafði ekki vit á öðru en að treysta, ekkarnir skárust, blönduðust saman við hávaðann í kring. Helvíti hafði hann kallað þetta umhverfi. En hún skildi ekki hvað helvíti var og er. Lítil, saklaus, svo ung stúlka, svo óreynd um lífið. Og því var að ljúka.
Hann missti stjórn á sér og skapi sínu, ýtti stúlkunni frá, lét sig detta í gólfið, þetta var vonlaust, hann vissi að hann kæmist aldrei út, hann vissi það svo vel. Hvað átti hann að gera? Bíða eftir að dauðinn banki upp á dyrum og hífa þau á brott? Hann var á því að bjarga stúlkunni, en hann grét sem olli því að stúlkan grét enn meira.
Hún gekk að honum, lyfti hendi sinni upp að andliti hans. Hún þurrkaði öll tár, öll tár sem komu fram. Hún þurrkaði í burtu sorgina, en þagði. Þau þögðu bæði. Hann stóð upp og tók í hönd hennar, hann hafði ekki gefist upp.
Þögnin ílengdist með biðinni. Lífsviljinn hafði ráfað hugsunarlaust í burtu og stúlkan stóð við hlið mannsins óhrædd. Maðurinn rýndi umhverfið, íhugaði flóttaleið. En hvergi sá hann veg út. Hann leit aftur á stúlkuna og þurrkaði hennar tár í burtu og lyfti stúlkunni upp að sér.
Stúlkan neitaði að sitja í fangi mannsins og hann lét hana varlega niður. Stúlkan tók á rás, maðurinn hljóp á eftir, en hann virtist ekki hreyfast úr stað. Stóð í sömu sporunum. Áttavilltur reyndi hann eins og hann gat að flýja, leitaði eftir stúlkunni sem sást hvergi. Hann gafst upp, það litla eftir af sálu hans, þetta agnarlitla brot, gat ekki haldið áfram. Lífsviljinn horfinn, reikaði í burtu, vonin flogin á braut, til ljóssins og stúlkan, stúlkan sem hélt í honum lífinu, hún var horfin.
Hann lagði augun aftur, í von um hvíld, lét sig falla niður í blautan forinn og hvarf frá öllu illu.
Stúlkan kom til hans í draumi, sagði að hann hafi bjargað sér, en hann sjálfur þyrfti að rata til baka, „Fylgdu bara ljósinu,“ sagði litla stúlkan með tárin í augunum.
Hann hrökk upp, hann var hvergi, hann var ekki á sama stað og áður. Ráfandi, reikalaus, fastur í enn verra umhverfi en áður, einn, einn í risastóru tómarrúmi. Reikaði um í nokkurn tíma, hváði ekki fyrir sársaukanum sem fylgdi hverju skrefi. Hann hélt áfram, það hafði eitthvað kviknað innan með honum aftur.
Skjálfandi færði hann sig nær ljósinu. Teygði sig í áttina að því. Lauk augunum aftur og byrjaði að svífa.
Hann hrökk upp. Lítil hendi snerti vanga hans. Tárin í augum stúlkunar streymdu niður fölar kinnarnar. Tár lak úr augum hans, stúlkan þurrkaði það í burtu. Þurrkaði í burtu sorgir og raunir. Hann snéri aftur.
Fingur stúlkunnar þrýstu fast saman, svo þeir náðu að halda utanum 3 fingur mannsins. Svo litlir lófar á móti svo stórum. Umhyggja, honum var annt um stúlkuna, ég veit ekki af hverju, en honum þótti afar vænt um hana. Hann stóð þarna, frosinn, hann hélt þó stilli sinni. Hann gat ekkert annað.
Hún titraði af skelfingu, en hún treysti. Hún hafði ekki vit á öðru en að treysta, ekkarnir skárust, blönduðust saman við hávaðann í kring. Helvíti hafði hann kallað þetta umhverfi. En hún skildi ekki hvað helvíti var og er. Lítil, saklaus, svo ung stúlka, svo óreynd um lífið. Og því var að ljúka.
Hann missti stjórn á sér og skapi sínu, ýtti stúlkunni frá, lét sig detta í gólfið, þetta var vonlaust, hann vissi að hann kæmist aldrei út, hann vissi það svo vel. Hvað átti hann að gera? Bíða eftir að dauðinn banki upp á dyrum og hífa þau á brott? Hann var á því að bjarga stúlkunni, en hann grét sem olli því að stúlkan grét enn meira.
Hún gekk að honum, lyfti hendi sinni upp að andliti hans. Hún þurrkaði öll tár, öll tár sem komu fram. Hún þurrkaði í burtu sorgina, en þagði. Þau þögðu bæði. Hann stóð upp og tók í hönd hennar, hann hafði ekki gefist upp.
Þögnin ílengdist með biðinni. Lífsviljinn hafði ráfað hugsunarlaust í burtu og stúlkan stóð við hlið mannsins óhrædd. Maðurinn rýndi umhverfið, íhugaði flóttaleið. En hvergi sá hann veg út. Hann leit aftur á stúlkuna og þurrkaði hennar tár í burtu og lyfti stúlkunni upp að sér.
Stúlkan neitaði að sitja í fangi mannsins og hann lét hana varlega niður. Stúlkan tók á rás, maðurinn hljóp á eftir, en hann virtist ekki hreyfast úr stað. Stóð í sömu sporunum. Áttavilltur reyndi hann eins og hann gat að flýja, leitaði eftir stúlkunni sem sást hvergi. Hann gafst upp, það litla eftir af sálu hans, þetta agnarlitla brot, gat ekki haldið áfram. Lífsviljinn horfinn, reikaði í burtu, vonin flogin á braut, til ljóssins og stúlkan, stúlkan sem hélt í honum lífinu, hún var horfin.
Hann lagði augun aftur, í von um hvíld, lét sig falla niður í blautan forinn og hvarf frá öllu illu.
Stúlkan kom til hans í draumi, sagði að hann hafi bjargað sér, en hann sjálfur þyrfti að rata til baka, „Fylgdu bara ljósinu,“ sagði litla stúlkan með tárin í augunum.
Hann hrökk upp, hann var hvergi, hann var ekki á sama stað og áður. Ráfandi, reikalaus, fastur í enn verra umhverfi en áður, einn, einn í risastóru tómarrúmi. Reikaði um í nokkurn tíma, hváði ekki fyrir sársaukanum sem fylgdi hverju skrefi. Hann hélt áfram, það hafði eitthvað kviknað innan með honum aftur.
Skjálfandi færði hann sig nær ljósinu. Teygði sig í áttina að því. Lauk augunum aftur og byrjaði að svífa.
Hann hrökk upp. Lítil hendi snerti vanga hans. Tárin í augum stúlkunar streymdu niður fölar kinnarnar. Tár lak úr augum hans, stúlkan þurrkaði það í burtu. Þurrkaði í burtu sorgir og raunir. Hann snéri aftur.
Svona hálfgert ljóð en samt ekki blabla.