Til barnsins sem aldrei fæddist
Inní hjartanu á mér,
geymi ég nafnið þitt,
sem ei verður gefið í skírn.

Því þá sorg sem ég ber,
fyrir þér, elsku barn,
vil ég eigi finna aftur til.

Sá sársauki er,
einna verstur í mér,
vegna örlaga þinna þá nótt.

Er líkami hafnaði þér,
sem að tilheyrir mér,
grét ég sárast af öllum stundum.

Ef að værir þú hér,
værir þú mér,
eina lán mitt í lífinu nú.

Því að faðir þinn,
sá, sem deyddi þig einnig,
skemmir líf annarra í dag.

Það að losna við hann,
þó að sárast var þá,
gleður mig meir, hvern einasta dag.

Ef ætti þig nú,
augasteinn minn værir,
svo langt í frá ástarsnautt.

Við myndum leika okkur saman,
bara þú og ég,
ein, horfin sársauka frá.

En mig tekur það sárt,
að tilkynna þér,
að þú verðir aldrei til.

Því eitthvað innra með mér,
býður eigi upp á slíkt,
á því mun ég ei gera skil.  
Clargína
1982 - ...
Luv hurts!


Ljóð eftir Clöru Regínu

Til bjargvætta minna Föstudaginn langa (sl.)
To my friends
Hundrað kíló af sársauka
My lonely soul
Bíbí pípir úti (lag: \"Krummi krúnkar úti\")
Til bestu vinkonu minnar
Ástar-SMS til elskunnar minnar
Vögguvísa Clöru (frumsamið lag og ljóð)
Tíðarkrampar
Í sárum
Kók
Til afa míns
Dýrið
Til barnsins sem aldrei fæddist
Heatwave
Pæling
What kind.....?
Til hinna óræðu
Ástarþrá I
Ástarþrá II
Soon
Innhverf íhugun
Tapað - Fundið:
Áletrun legsteins míns
Til Önnu!
Vetur