

Ég á þig er vindar blása
ég á þig er sólin skín
ég á þig er regnið lemur
ég á þig elsku ástin mín.
Ég á þig er hausta tekur
ég á þig er stormur hvín
ég á þig er snjórinn fellur
ég á þig elsku ástin mín.
Ég á þig er dögun lifnar
ég á þig er birtan dvín
ég á þig alla ævi mína
ég á þig elsku ástin mín.