Mánudagur.
Ég sit hér einn og skemmti mér vel
og ég sé myrkrið og máninn er fagur
það er enginn sem hringir það má enginn mæla
og á morgun kemur mánudagur.
Glasið er fullt og fagurt á að líta
og fullur máninn langt í frá magur
hann einn er á lofti svo munaðarmjúkur
og á morgun kemur mánudagur.
Askan í hrúgum og glóðin í gleri
og hann geislar máninn svo fagur
ég nýt hans einn í miðaldra myrkri
og á morgun kemur mánudagur.
Ég skála tæpur við sköllóttan mánann
og ég skelf og er dálítið ragur
ég er þó enn einn meiriháttar maður
en á morgun kemur mánudagur.
Svo heyri ég þögnina hún þegir svo hátt
og þvílíkt hve máninn var fagur
hann er að hverfa og missirinn mikill
því á morgun kemur mánudagur.
Glasið er tómt og tunglið að fara
og ég týnist einsog ókveðinn bragur
Ef til væri ósk ég hvíslaði skelfdur
ekki koma mánudagur.
og ég sé myrkrið og máninn er fagur
það er enginn sem hringir það má enginn mæla
og á morgun kemur mánudagur.
Glasið er fullt og fagurt á að líta
og fullur máninn langt í frá magur
hann einn er á lofti svo munaðarmjúkur
og á morgun kemur mánudagur.
Askan í hrúgum og glóðin í gleri
og hann geislar máninn svo fagur
ég nýt hans einn í miðaldra myrkri
og á morgun kemur mánudagur.
Ég skála tæpur við sköllóttan mánann
og ég skelf og er dálítið ragur
ég er þó enn einn meiriháttar maður
en á morgun kemur mánudagur.
Svo heyri ég þögnina hún þegir svo hátt
og þvílíkt hve máninn var fagur
hann er að hverfa og missirinn mikill
því á morgun kemur mánudagur.
Glasið er tómt og tunglið að fara
og ég týnist einsog ókveðinn bragur
Ef til væri ósk ég hvíslaði skelfdur
ekki koma mánudagur.