Sólarsamba # 2
Ég hitti þig á ný við opnar dauðans dyr
þú dansaðir þína sömbu aleinn út í bláinn
ég er feginn að ég skildi ekki rekast á þig fyrr
en fegnastur því að þú ert næstum því dáinn.
Ég bauð þér ekki í arminn uppá gamlan kunningsskap
hér áður fyrr við tókum gjarnan sporið
þá dönsuðum við sömbu inní ginningarfíflsins gap
er gamalt það varð haustið þá um vorið.
Við áttum það til að enda vorn stífudans
á öfugugga kollhnís og liggja síðan flatir
við stigum gátum aldrei okkar Óla Skans
því ungir vorum við gamlir og helst til latir.
Þú dansaðir þína sömbu með gleði bakvið sól
og skildir ekki þegar sló hún Líkaböng
í hádegisstað var Venus er haninn þrisvar gól
ég húfuna tók ofan og dró í hálfa stöng.
þú dansaðir þína sömbu aleinn út í bláinn
ég er feginn að ég skildi ekki rekast á þig fyrr
en fegnastur því að þú ert næstum því dáinn.
Ég bauð þér ekki í arminn uppá gamlan kunningsskap
hér áður fyrr við tókum gjarnan sporið
þá dönsuðum við sömbu inní ginningarfíflsins gap
er gamalt það varð haustið þá um vorið.
Við áttum það til að enda vorn stífudans
á öfugugga kollhnís og liggja síðan flatir
við stigum gátum aldrei okkar Óla Skans
því ungir vorum við gamlir og helst til latir.
Þú dansaðir þína sömbu með gleði bakvið sól
og skildir ekki þegar sló hún Líkaböng
í hádegisstað var Venus er haninn þrisvar gól
ég húfuna tók ofan og dró í hálfa stöng.