Nýtt og gott...
Ég fattaði það ekki strax
Hver þú varst
Hvað þú gerðir mér
Hvaða áhrif þú hafðir á mig

Það var ekki fyrr en seinna
Þegar að ég leit á þig
Að ég uppgötvaði
Ég elska þig

Þó að ég hafi þekkt þig
Í nokkur ár
Þá var það ekki fyrr en seint
Að ég bara áttaði mig

Þú varst sú eina rétta

Þó að þú berir ekki sömu tilfinningar til mín
Þá er vinátta þín mér það mikils virði að hitt skiptir engu
Þó að ég myndi vilja eiga þig sem meira en vinkonu
Þá er ég hamingjusamur með það eitt
Að fá að eiga þig á einhvern hátt
 
Tumi Haukdal
1989 - ...


Ljóð eftir Tuma Haukdal

Hjartalaga
Nýtt og gott...
Skotinn?
Ota tota
Fxkkaðu þér
Ástin í lífi væmna mannsins
Þitt er valið
Frábært
Kókómjólk
Koss Steinunnar