Þitt er valið
Kenndu mér
Kenndu mér hvernig ég á að hætta
Hætta að hugsa um þig
Þrá þig
Vilja þig
Elska þig

Ég veit að við verðum aldrei neitt
Meira en vinir
En ég bara get ekki
Ég get ekki hætt
Að hugsa um þig
Þrá þig
Vilja þig
Elska þig

Gerðu það
Kenndu mér
Hvernig á að hætta
Eða gefðu mér eitthvað á móti

Þitt er valið.
 
Tumi Haukdal
1989 - ...


Ljóð eftir Tuma Haukdal

Hjartalaga
Nýtt og gott...
Skotinn?
Ota tota
Fxkkaðu þér
Ástin í lífi væmna mannsins
Þitt er valið
Frábært
Kókómjólk
Koss Steinunnar