Víðidalurinn
Þú sast á tánum mínum
og glugginn gaf okkur hesta

Allt var svo hljótt hér inni
eins og í þögulli morðmynd

Luke Skywalker og Lea prinsessa
með Spring-dýnuna með sér

Bláfjöllin höfðu hvítnað
og mér fannst í eitt prómill úr sekúndu að það væri vor
 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu