Hljóðar samræður
Veik á að bíða,
eftir að þú látir þig hverfa.

Ímyndaður sársauki minn
byggist upp er þú talar.

Ég flýt í burtu,
burt frá þessari stundu.

Ég flýt um,
flýt eins og ekkert sé.

Hví er svo undarlegt
að vera einfari?? ?

Ég í mínum eigin heimi,
heyri ekkert lengur.

Þakka þögninni,
stari á þig og hugsa.
 
Tinna Óð.
1985 - ...


Ljóð eftir Tinnu Óð.

Stefnumót
Ein á stein
sælustundir
Daglegt brauð
Hljóðar samræður
Meira og meira
heimakær
Í leynd
Aðlaðandi drungi
hvað veist þú um mig ?
Án þín
Til ömmu
Að vera...