Regnbogamynd úr Þverholtinu
Ég vildi að ég gæti birt hér á blaðinu
myndina sem móðir náttúra
málaði í huga mér
í dag
Hún stendur mér fyrir hugskotssjónum
ofan við gráleitan Hlemm
neðst í Holtunum
þar sem regnboginn
í allri sinni dýrð
sveigði sig
undir
annan regnboga
– ívið daufari
eins og grátbólgin dagskíman tæki við
af fölnandi fortíðinni
yfir rústum
Hampiðjunnar
og fyndi skyndilega brennandi þörf
að klára á einu augabragði
alla litina sína
fyrir næsta skúr
myndina sem móðir náttúra
málaði í huga mér
í dag
Hún stendur mér fyrir hugskotssjónum
ofan við gráleitan Hlemm
neðst í Holtunum
þar sem regnboginn
í allri sinni dýrð
sveigði sig
undir
annan regnboga
– ívið daufari
eins og grátbólgin dagskíman tæki við
af fölnandi fortíðinni
yfir rústum
Hampiðjunnar
og fyndi skyndilega brennandi þörf
að klára á einu augabragði
alla litina sína
fyrir næsta skúr
Þann 23. október 2007
sá ég í fyrsta sinn tvöfaldan regnboga
allur réttur áskilinn höfundi
sá ég í fyrsta sinn tvöfaldan regnboga
allur réttur áskilinn höfundi