Regnbogamynd úr Þverholtinu
Ég vildi að ég gæti birt hér á blaðinu
myndina sem móðir náttúra
málaði í huga mér

í dag

Hún stendur mér fyrir hugskotssjónum
ofan við gráleitan Hlemm
neðst í Holtunum

þar sem regnboginn
í allri sinni dýrð
sveigði sig
undir

annan regnboga
– ívið daufari

eins og grátbólgin dagskíman tæki við
af fölnandi fortíðinni

yfir rústum
Hampiðjunnar

og fyndi skyndilega brennandi þörf
að klára á einu augabragði
alla litina sína

fyrir næsta skúr
 
Hugskot
1958 - ...
Þann 23. október 2007
sá ég í fyrsta sinn tvöfaldan regnboga

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús