hamingjufley
Það versta við það
þegar ísinn brotnaði
undan mér
var að komast aftur
í ískallt
hyldýpi veruleikans.
Þegar allt var gott
þá gerði ég mér
fulla grein fyrir því
hvað ég var
hamingjusöm,
heppin,
hvað allt var
fullkomið,
þakið rósarblöðum.
Þá hélt ég
að demantar lífs míns
væru eilífir,
gerði mér enga grein fyrir því
að þótt ég hefði meðbyr
sigldu samferðamenn mínir
undir fölskum flöggum.
Þá var hamingjan
ást lífs míns
en ástin
er tvíeggjað blað
sem endaði
í baki mínu.  
misspurr
1983 - ...


Ljóð eftir misspurr

Knapinn
Stattu þig
Tímasár
Dreymhuginn
Þeir flysja sem sitja
hamingjufley
Af hverju?
Lífið er ævintýri
Hringrás
Tunglsýki