Lífið er ævintýri
Eitt sinn var þessi kona barn.
Hamingjusamt barn,
með stór sakleysisleg augu,
hreint hjarta
og fallegt bros.
Hún hló
og lék sér.
Hún heyrði að Öskubuska
hafi farið á ballið,
hitt prinsinn
og þau hafi lifað
hamingjusömu lífi
upp frá því.

Köttur úti í mýri
setti upp á sig stýri.

Innst inni er þessi kona ennþá barn.
Hrætt barn,
með skömmustuleg augu,
stungið hjarta
og ekkert bros.
Hún grætur
og er hætt að leika sér.
Hún komst að því að Öskubuska
hafi aldrei komist á ballið,
hún hitti aldrei prinsinn,
hún hitti nauðgara
og dó í öskunni
-alein.

Úti er ævintýri.  
misspurr
1983 - ...


Ljóð eftir misspurr

Knapinn
Stattu þig
Tímasár
Dreymhuginn
Þeir flysja sem sitja
hamingjufley
Af hverju?
Lífið er ævintýri
Hringrás
Tunglsýki