Tunglsýki
Nótt í bænum og enginn tekur eftir tunglinu bara mínípilsunum.
Tunglið er fullt. Ég tala um tunglið en Tunglið brann víst á Lækjargötu. Bjórinn flæðir ofan í klósettið og volgt hlandið verður súrt í glasinu. Karl sem hlær að einhverju og allir hlægja, en það var ekkert fyndið. Það er karl í tunglinu sem hlær ekki. Hann lítur niður og hristir hausinn en ég sé hann varla fyrir reyk. Ég labba til hans en enda í Ostahúsinu sem er lokað og skildi ekki neitt. Þá var einhver sem hvíslaði að mér að tunglið væri úr osti og mér brá. Ég leit upp en þá var orðið bjart. Veskið tómt og karlinn í tunglinu farinn til Ástralíu.  
misspurr
1983 - ...


Ljóð eftir misspurr

Knapinn
Stattu þig
Tímasár
Dreymhuginn
Þeir flysja sem sitja
hamingjufley
Af hverju?
Lífið er ævintýri
Hringrás
Tunglsýki