Ástin mín !
Ég glaður fer til fundar
Við fagra snót
Við leggjumst rjóð í kinnum
Við víðirót
Ég horfi í heiðblá augu
Með boð um blíðuhót

Með varir sem kirsuber í blóma
Sogast þær að mér ótt og títt
Kysst þær gæti endalaust
En þá hún hvíslar til mín blítt:
„þínar eru líka mjúkar“
En tel að hún hafi mér þá strítt

Ég renni titrandi fingrum
Um gullið hár
Hugsa um ástina einu
Og felli nokkur tár
Hjúfra mig í hálsakoti
Finnst ég frekar smár

Er ég gekk á dimmum degi
Og átti frekar bágt
Þá birtist verndarengill
Og sagði til mín lágt:
„Mundu þú ert yndislegur
Og ávallt til mín leita mátt“

Ó hve yndisleg hún er
Það segi ég með sann
Ástarorðið eina stóra
Á vörum mínum brann
Ó gullið mitt, ég elska þig
Þú ert sú eina sem ég ann
 
Svipur að norðan
1965 - ...
Ort til konunnar sem ég elska af öllu mínu hjarta. Það er engin eins og hún, hefur aldreið verið og mun aldrei verða.
Þú ert mér allt og án þín get ég ekki lifað.


Ljóð eftir Svipur

Þú ert !
Ástin mín !
Þú kvaddir
Stolin stund
Margt býr í þokunni
Á ókunnum slóðum
Við urðum eitt
Tár