Þannig er dauðinn
Súbarúinn silvraður
með spojler og naktri konu
hangandi neðan úr baksýnisspeglinum
vel lyktandi
Lostinn líður með reyknum sem rýkur upp úr heitum, sprungnum mótornum

Auga springur,
varir klofna
brjóstkassar kremjast,
steikjast eins og pönnukökur
í hitanum;
vininni í kalda kuldanum

Ætli hafi ekki bara verið slett bleikiefni
yfir eldrauðu mjallhvítarvarirnar?

Æskudraumurinn fór fyrir bí
með bílnum:
Hræinu sem brætt var niður

Ég gæti allt eins setið á honum núna:
Fætur stólsins mættu vel vera niðurbrætt bílhræ


 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu