Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Tíminn leið svo hægt
og hjartað ósköp ósköp þægt
lítill, örsmár, undarlegur lækur

(Fyrsta daginn, födselsdaginn)

Síðan leið hann hraðar
Heilinn þaut án stefnu út í jaðar,
ljúfsár, feimin, fagurrömmuð lindá

Tíminn varð svo allt of rýr
allt í einu í fimmta gír
drullug, straumhörð, steinstandandi dragá

(Árin sem samanbrotin hvíla inní sarpi)

Tíminn æðir
(hraðar en þegar ég sat í rússíbana
og hélt ég elskaði einhvern sem núna er horfinn)
hjartanu blæðir
jökulköld, hvít og kulin jökulá
 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu